Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Tónlistarhóps Reykjavíkurborgar fór fram á Kjarvalsstöðum 18. janúar og var þá opinberuð niðurstaða ráðsins viku fyrr. Elsa Yeoman formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni og öðru framlagi til menningarmála. Um er að ræða verkefnastyrki, styrki til almennrar liststarfsemi og langtímasamninga sem skiptast í samstarfssamninga og Borgarhátíðasjóð.
Upptökur frá athöfninni má sjá hér að neðan. Efst er samantekt og viðtal við Gunnstein Ólafsson um Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, sem útnefnd var við þetta tækifæri Tónlistarhópur Reykjavíkur 2016. Í stiklunum þar fyrir neðan má sjá óklippt ávörp Elsu Yeoman, formanns Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur og Gunnsteins Ólafssonar, og allra neðst flutning Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins sem leikur Valse Triste eftir finnska tónskáldið Sibelius. -Halldór Árni/vefur reykjavik.is